FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
7.10 Vistun í heimahúsum
Sérstakar reglur gilda um tekjur fyrir vistun í heimahúsum og frádrátt frá þeim.
Hér er aðallega átt við vistun hjá dagmæðrum, sumardvöl barna í sveit, fósturbörn, stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna og vistun aldraðra eða öryrkja.
Greiðslur fyrir dagvistun barna og sumardvöl barna skal telja fram hjá því hjóna eða sambúðarfólks sem hefur reksturinn með höndum. Greiðslur vegna fósturbarna, til stuðningsfjölskyldna og vegna vistunar aldraðra og öryrkja skal telja fram hjá þeim sem við þeim tekur. Ef um sambúðarfólk er að ræða skal það þeirra sem samningur er gerður við telja tekjurnar fram hjá sér. Ef samningur er gerður við báða sambúðaraðila skal telja tekjurnar hjá þeim sem aðallega vinnur við þessi störf.
Nánar: