FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
7.1.1 RSK 4.10 Rekstraryfirlit
RSK 4.10 Rekstraryfirlit
Rekstraryfirlit RSK 4.10 er eingöngu notað ef um mjög einfaldan rekstur er að ræða og rekstrartekjur fara ekki yfir kr. 1.000.000 á ári. Frekari skilyrði eru að ekki séu greidd laun til annarra, að ekki sé gjaldfærður aksturskostnaður, að framteljandi sé ekki með vsk.-númer og að ekki séu notaðar fyrnanlegar eignir í rekstrinum. Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur, t.d. húsnæði, vélar, bílar, tæki eða annar búnaður eða mannvirki sem ber að færa á eignaskrá RSK 4.01 og fyrna samkvæmt ákvæðum í III. kafla skattalaganna.
Ef framteljandi var með rekstrartekjur í fleiri en einni starfsgrein er heimilt að skila fleiri en einu eintaki af RSK 4.10, þó þannig að heildartekjur fari ekki yfir kr. 1.000.000 kr. samanlagt.
Reiknað endurgjald, hagnaður, hrein eign eða skuldir umfram eignir, svo og staðgreiðsla af fjármagnstekjum, færast af þessu blaði á samræmingarblað RSK 4.05 og þaðan yfir á persónuframtal.