FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
7.9.2 3000 km reglan
Sé akstur í þágu launagreiðanda ekki umfram 3.000 km á ári er nægilegt að launamaður fylli út eyðublaðið RSK 3.04 að hluta, en ekki er þörf á að sundurliða rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi regla nær einungis til þeirra sem aka ekki meira en 3.000 km á ári. Skilyrði er að þeir haldi akstursdagbók eða akstursskýrslu eða hafi gert skriflegan afnotasamning við launagreiðanda þar sem aksturserindum er lýst.
Hafi verið greitt fyrir meiri akstur en 3.000 km þarf framteljandi að fylla út liði 3, 4 og 5.
Sé ekki gerð krafa um meiri frádrátt en fyrir 3.000 km akstur þarf að skrá þá kílómetratölu í lið 1 og eru liðir 3, 4 og 5 þá ekki fylltir út.