FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
7.5 Húsbyggingarskýrsla
Á Húsbyggingarskýrslu RSK 3.03 skal gera grein fyrir byggingu, viðbyggingu, breytingum og endurbótum á fasteignum. Sundurliða þarf kostnað sem til hefur fallið á árinu.
Tilgreina skal í stuttu máli byggingarstig í árslok, þ. e. grunnur, fokhelt, tilbúið undir tréverk, íbúðarhæft en ekki fullgert, fullgert. Ef framangreind lýsing nægir ekki skal tilgreina hvað er umfram, t.d. fokhelt með gleri og tengdum ofnum, múrverk hafið.
Gera skal grein fyrir eigin vinnu við húsbygginguna á eyðublaðinu svo og gjafavinnu og skiptivinnu. Eigin vinnu við íbúðarhúsnæði til eigin nota skal færa í lið 4 eins og eyðublaðið gerir ráð fyrir.
Annars vegar skal tilgreina aukavinnu sem eigandi leggur fram utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin afnota. Vinna manns við eigin íbúð utan venjulegs vinnutíma er skattfrjáls ef hann uppfyllir eftirgreind tvö atriði:
a) að hafa unnið fullan vinnutíma við hið eiginlega starf sitt og
b) skilað eðlilegum árstekjum af því.
a) að hafa unnið fullan vinnutíma við hið eiginlega starf sitt og
b) skilað eðlilegum árstekjum af því.
Hins vegar skal tilgreina eigin vinnu við íbúðarhúsnæði til eigin afnota, unna í venjulegum vinnutíma, svo og alla aðra skattskylda vinnu eiganda við húsbyggingu, svo sem við íbúðarhúsnæði sem ekki er ætlað til eigin afnota, sumarbústaði o.þ.h. Enn fremur verðmæti skiptivinnu í sambandi við eigin húsbyggingu. Önnur eigin vinna og gjafavinna færist í ótölusettan reit í lið 2.3 á framtali.
Fjárhæðir sem hafa skal til viðmiðunar við mat á eigin vinnu árið 2012 eru sem hér segir:
Vinna ófaglærðs manns við eigin íbúð | kr. 1.200 pr. klst. |
Vinna faglærðs manns við eigin íbúð | kr. 1.681 pr. klst. |