FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
4 Eignir, aðrar en peningalegar
Í fjórða kafla framtals skal gera grein fyrir öllum eignum, öðrum en peningalegum. Þó skal ekki gera grein fyrir rétti til eftirlauna og lífeyris, húsgögnum, húsmunum og eignum sem hafa persónulegt gildi.
Framtalsskylda eigna þrátt fyrir afnám eignarskatts
Þrátt fyrir að að almennur eignarskattur hafi verið afnuminn er full framtalsskylda á eignum og skuldum og gildir það jafnt um þá sem eru búsettir erlendis og þá sem búa hér á landi. Ástæður framtalsskyldu eru m.a. þær að eignir og skuldir hafa áhrif á vaxtabætur og hagnaður af sölu ýmissa eigna er skattskyldur og reiknast frá stofnverði þeirra. Upplýsingar um eignir og skuldir hafa og almennt upplýsingagildi við mat á framtölum.
Nánar: