FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2013
4.3 Bifreiðir
Bifreiðaeign í árslok færist í reit 06. Heimilt er að færa verð bifreiða niður um 10% frá því verði sem þær voru taldar til eignar á framtali 2012. Bifreiðir sem keyptar voru á árinu 2012 færast á kaupverði. Bifreiðir barna færast einnig hér.
Á vefframtal eru árituð fastanúmer bifreiða. Hafi framteljandi átt bifreiðina árið áður er verð hennar einnig áritað, niðurfært um 10%, en ella þarf hann að færa sjálfur inn kaupverðið.
Þegar um er að ræða kaupleigubifreiðir eru vaxtagjöld og eftirstöðvar bifreiðalána oftast færð í lið 5.5 á framtalinu. Fjármögnunar- og rekstrarleigubifreiðar eignfærast ekki hjá leigutaka.
Á sundurliðunarblaði eru tilgreindar allar bifreiðir sem skráðar eru á framteljendur skv. ökutækjaskrá Umferðarstofu.
Beiðni um afskráningu eða leiðréttingu á skráningu bifreiða skal beina til Umferðarstofu. Hægt er að nálgast afskráningareyðublað á vef Umferðarstofu (sjá hér).