7.11.1 Launatekjur erlendis
Hafi framteljandi aflað launatekna erlendis, á sama tíma og hann var heimilisfastur hér á landi, ber honum að gera grein fyrir þeim tekjum í lið 2.8 á framtali. Hér er átt við hvers konar launatekjur, starfstengdar greiðslur og hlunnindi sem taldar eru upp í kafla 2 á framtali. Þetta á einnig við um stjórnarlaun, ágóðahluti, söluhagnað, leigutekjur, hvers konar skattskylda vinninga o.fl. Tilgreina skal í hvaða landi teknanna er aflað og fjárhæð í erlendri mynt. Fjárhæðina skal umreikna í íslenskar krónur á meðalkaupgengi þess tíma þegar teknanna var aflað og færa í reit 319.
Hafi tekna verið aflað í ríki sem í gildi er tvísköttunarsamningur, er farið með þær tekjur samkvæmt ákvæðum þess samnings. Hafa skal í huga að tekjurnar geta haft áhrif á álagðan tekjuskatt og útsvar. Þessar tekjur reiknast með í skerðingarstofnum við útreikning barnabóta og vaxtabóta.