Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 17:21:39


Ξ Valmynd

3.1.1.3  Erlendis búsettir

Framteljendur með lögheimili erlendis fá hvorki áritað framtal né veflykil. Þeir sem töldu fram á vefnum á fyrri árum geta notað veflykla sína áfram.

Aðrir geta sótt um að fá úthlutað veflykli. Það er gert undir Veflyklar > Erlendis búsettir á þjónustuvefnum skattur.is. Svar ríkisskattstjóra, ásamt veflykli, er sent bréflega (ekki í tölvupósti) til umsækjanda eða til umboðsmanns ef hann er tilgreindur í umsókninni.

 

Fara efst á síðuna ⇑