Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 12:31:03


Ξ Valmynd

3.1.3  Skilalykill fagaðila

Þessi lykill er ætlaður til afhendingar þeim sem annast skil á gögnum til skattyfirvalda fyrir hönd framteljanda. Hann er aðallega notaður af þeim sem atvinnu hafa af framtalsgerð.

Skilalykillinn veitir allan þann aðgang sem nauðsynlegur er til að skila skattframtali, fylgiskjölum og öðrum gögnum sem tengjast framtalsgerð, en ekki að öðrum gögnum og upplýsingum á þjónustusíðunni.

Með skilalykli er hægt að skila framtali og ársreikningi beint úr þeim framtalskerfum sem notuð eru af flestum endurskoðendum og bókurum. Einnig launamiðum, verktakamiðum og öðrum sambærilegum gögnum beint úr launa- og bókhaldskerfum. Lykillinn veitir sömu réttindi til að skila þessum gögnum á þjónustusíðunni skattur.is. Með skilalyklinum er einnig hægt að skoða þau gögn á þjónustusíðunni sem hann var notaður til að skila.

 

Tengdir kaflar:

Fara efst á síðuna ⇑