Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 06:14:03


Ξ Valmynd

2  Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru ætluð til notkunar í rafrænum samskiptum. Þau má nota til að auðkenna sig rafrænt, t.d. við innskráningu á þjónustuvef ríkisskattsjóra skattur.is en þau koma í staðinn fyrir hefðbundið notendanafn og lykilorð. Einungis þarf að muna eitt PIN númer. Einnig má nota rafræn skilríki til að undirrita rafræn skjöl og jafngildir sú undirritun því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi.
 
Ríkisskattstjóri leggur áherslu á að rafræn skilríki verði í auknum mæli notuð til auðkenningar og einnig, þar sem við á, til undirritunar.

Hægt er að fá rafræn skilríki á farsíma og korti. Ekki skiptir máli á hvaða formi rafrænu skilríkin eru, þau eru öll jafn gild.

Nánari upplýsingar um rafræn skilríki má finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is/skilriki

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑