Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 06:23:42


Ξ Valmynd

3  Veflyklar RSK

Lögð er áhersla á að rafræn skilríki verði í auknum mæli notuð til auðkenningar og þar sem við á, einnig til undirritunar. Rafræn skilríki eiga með tímanum að leysa drjúgan hluta veflykla af hólmi.

Veflykill er aðgangsorð fyrir rafræn samskipti framteljenda við skattyfirvöld, gefinn út af ríkisskattstjóra. Allir framteljendur eiga aðallykil og skilalykil fagaðila. Félög og einstaklingar í atvinnurekstri geta að auki átt sérlykla vegna rafrænna skila á virðisaukaskatti og staðgreiðslu.

Veflykillinn er eign ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóri hvetur handhafa veflykla RSK til að varðveita þá vel og láta óviðkomandi aðilum veflyklana ekki í té.  Öll afhending veflykla til óviðkomandi getur upplýst þann aðila um persónuleg málefni er snerta fjárhagsstöðu framteljanda og samskipti hans við ríkisskattstjóra. Ef endurskoðandi eða bókari annast framtalsgerð fyrir framteljanda skal afhenda honum skilalykil fagaðila, sem veitir ekki jafn víðtækan aðgang og aðalveflykill.

Ríkisskattstjóri ber ekki ábyrgð á því tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna auðkenningar, notkunar veflykils eða aðgerða notanda hvort sem notandi hefur auðkennt sig inn á þjónustusíðu ríkisskattstjóra.

Nánar:

 

Tengdir kaflar:

Fara efst á síðuna ⇑