Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 19.1.2021 14:49:52


Ξ Valmynd

7.21.1  Vi­bˇt vi­ au­leg­arskattsstofn - ┌tfylling ey­ubla­sins

Gerð er grein fyrir endurreikningi hlutabréfaeignar í árslok 2012, til raunvirðis, á eyðublaði RSK 3.23.
Í fyrstu þrjá dálkana skal skrá hlutabréfaeign í árslok 2012 eins og bar að telja hana fram í skattframtali 2013, þ.e. innlend hlutabréf á nafnverði og erlend hlutabréf á kaupverði.
Hjón fá hvort sitt eyðublaðið með helmingi hlutabréfaeignar í árslok 2012, eins og hún var talin fram í framtali 2013.
Á eyðublaðinu á að leiða út raunvirði hlutabréfa. Ef verðmæti bréfanna er umfram nafnverð myndar mismunurinn stofn til auðlegðarskatts. Neikvæður mismunur færist sem 0.
Ef félag er skráð á markaði skal nota markaðsvirði hlutabréfanna eins og það var í árslok 2012. Annars skal reikna raunvirði íslenskra bréfa. Sá stuðull sem nota skal er skattalegt bókfært eigið fé félagsins, deilt með heildarnafnvirði hlutbréfa í félaginu, eins og þessar fjárhæðir eru í skattframtali félagsins 2013. Ætti að vera hægt að nálgast hann hjá viðkomandi félagi. Á vefframtali er stuðullinn forskráður fyrir þau félög sem gert hafa full framtalsskil 2013. Fyrir erlend hlutabréf skal skrá markaðsvirði þeirra í árslok 2012 í dálkinn Raunvirði.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑