Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 28.4.2024 09:59:36


Ξ Valmynd

7.9.1  Rekstrarkostnaður bifreiðar

Útgjöld vegna bifreiðarinnar sem teljast rekstrarkostnaður eru t.d. eldsneytiskostnaður, viðgerðarkostnaður, smurning, hjólbarðar og viðgerðir á þeim, tryggingar, bifreiðaskattar og bifreiðagjöld. Sem rekstrarkostnaður telst einnig árleg afskrift sem reiknast kr. 720.000 vegna ársins 2013. Hafi bifreið verið í eigu framteljanda hluta úr ári skal hlutfalla þá afskrift sem færð er í kaflann "Rekstrarkostnaður ökutækis" til samræmis við eignarhaldstíma á árinu.

Þeir sem gera kröfu um að fá frádrátt á móti ökutækjastyrk þurfa að sundurliða kostnað vegna bifreiðarinnar og fylla út eyðublaðið Ökutækjastyrkur RSK 3.04 sem fylgja skal með framtali, jafnframt því sem þeir þurfa að halda akstursdagbók. Ekki þarf að sundurliða rekstrarkostnað bifreiðar ef akstur í þágu launagreiðanda er ekki umfram 3.000 km á ári.

 

Fara efst á síðuna ⇑