Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 29.11.2020 22:51:50


Ξ Valmynd

7.8  Umsˇkn um lŠkkun ß tekjuskattsstofni

Í 65. grein tekjuskattslaga er að finna heimild til lækkunar á tekjuskattsstofni (ívilnun). Sé hún veitt lækkar útsvarsstofn um sömu fjárhæð, skv. 21. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Framteljandi getur óskað frekari lækkunar útsvars skv. 25. grein sömu laga. Viðbótarlækkun er ekki afgreidd af ríkisskattstjóra heldur er umsókn þar um send viðkomandi sveitarfélagi.

Neðst á síðunni eru tenglar í ítarefni um þær ástæður sem heimilt er að ívilna vegna, skv. 65. gr., en þær eru:

Veikindi, slys eða ellihrörleiki sem hafa í för með sér veruleg útgjöld.*
Vegna mannsláts er veitt ívilnun vegna útfararkostnaðar.*
Veikindi eða fötlun barns sem hefur í för með sér veruleg útgjöld.
Framfærsla vandamanna, t.d. foreldra.
Framfærsla námsmanns/ungmennis. 
Eignatjón sem ekki fæst bætt.
Tapaðar kröfur eða fallnar ábyrgðir sem ekki tengjast atvinnurekstri. 

* Einnig er heimilt að veita lækkun á stofni til auðlegðarskatts vegna veikinda, slysa, ellihrörleika og vegna mannsláts.


Móttaka umsóknar

Umsókn um ívilnun skal senda með skattframtal á eyðublaðinu RSK 3.05, nema hvað umsókn um lækkun vegna framfærslu námsmanna er fyllt út í kafla 1.3 á forsíðu skattframtals. Tilskilin gögn, s.s. læknisvottorð og gögn um kostnað skulu fylgja umsókninni.

Á eyðublaðinu kemur fram hvaða gagna er krafist og á vefframtali er hægt að hengja skönnuð skjöl við umsóknina (eða senda þau á pappír). Fylgi þessi gögn ekki, er umsóknin móttekin með fyrirvara um að þau berist ríkisskattstjóra í framtalsfresti. Að öðrum kosti er umsókn synjað sem ófullnægjandi.

Fallist á ívilnun
Ef fallist er á umsókn um ívilnun við frumálagningu er lækkun á tekjuskatts- og útsvarsstofni birt á álagningarseðli. Sé fallist á hana síðar berst svar í formi úrskurðar og eftir atvikum fylgir yfirlit yfir breytta skattstofna.

Synjun um ívilnun
Berist umbeðin nauðsynleg gögn ekki er umsókninni sjálfkrafa synjað sem ófullnægjandi.

Sé umsókn synjað í álagningu, vegna ófullnægjandi gagna, getur umsækjandi bætt úr ágöllum í kærufresti til ríkisskattstjóra eða eftir atvikum, með nýrri beiðni síðar sem þá er afgreidd sem skatterindi samkvæmt 101. gr. tekjuskattslaga.

 

Nßnar:

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑