FRAMTALSLEIĐBEININGAR 2024
2.3.10 Laun frá alţjóđastofnunum
Hér skal eingöngu færa eftirfarandi tekjutegundir:
- Launatekjur sem greiddar eru embættismönnum, fulltrúum og öðrum starfsmönnum sem starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, enda sé kveðið á um skattfrelsið í samningum sem Ísland er aðili að.
- Eftirlaun og örorkulífeyri sem greiddur er þeim sem starfað hafa hjá stofnunum Evrópusambandsins, auk dánarbóta vegna þeirra sem greiddar eru til eftirlifandi maka og barna.
- Staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.