Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 1.12.2024 18:30:19


Ξ Valmynd

2.9.4  Skattfrjáls útborgun/ráđstöfun úr séreignarsjóđi vegna íbúđarkaupa

Samkvæmt lögum nr. 40/2014 (og framlengingu á heimildinni í síðari lögum) er heimilt að nýta viðbótariðgjald í séreignarsjóð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að vaxtagjöld af þeim séu grundvöllur útreiknings vaxtabóta.
Heimild einstaklings takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári.
Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári.
Greiðsla inn á lán getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur inneign rétthafa vegna greiddra iðgjalda á hverjum tíma. Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé aldrei lægra en framlag launagreiðanda.

Rétthafa séreignarsparnaðar heimilt að taka út viðbótariðgjald sem greitt hefur verið á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024 og nýta til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó eigi síðar en 31. desember 2024. Skilyrði er að rétthafi sé ekki eigandi að íbúðarhúsnæði á því tímabili þegar heimildin er nýtt.
Heimild einstaklings takmarkast við allt að 4% framlag rétthafa eða 333 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 167 þús. kr. af iðgjaldsstofni, eða að hámarki samanlagt 500 þús. kr. á almanaksári og 4.750.000 kr. samtals á árinu 2023.
Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, takmarkast heimildin við allt að 4% framlag rétthafa eða 500 þús. kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda eða 250 þús. kr. af iðgjaldsstofni, að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári og 9.250.000 kr. samtals á árinu 2023.
Útgreiðsla getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur inneign rétthafa vegna greiddra iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2024. Skilyrði er að iðgjöld séu greidd reglulega og að framlag rétthafa sé aldrei lægra en framlag launagreiðanda.

 

Fara efst á síđuna ⇑