Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 17:31:40


Ξ Valmynd

3.1.2.3  Óskattskyld félög

Óskattskyld félög eru lögaðilar sem ekki er gert að greiða tekjuskatt. Þau fá ekki sjálfkrafa úthlutað veflyklum en geta sótt um þá ef/þegar þau þurfa að eiga samskipti við skattyfirvöld.
 
Sömu reglur gilda um veflykla þeirra og annarra veflyklahafa. Þessi félög geta þurft að skila gögnum vegna greiddra launa, vsk-skyldrar sölu eða vegna fjármagnstekna. Þá geta t.d. húsfélög notað veflykil til að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðhalds og endurbóta.
 
Óskattskyld félög eru einkum opinberar stofnanir, félög sem ekki reka atvinnu og félög undanþegin skattskyldu samkvæmt sérlögum. Einnig falla hér undir þau félög, samtök og sjóðir sem verja hagnaði af starfsemi sinni einungis til almenningsheilla.
 
Sem dæmi um óskattskyld félög má nefna ríkisfyrirtæki, skóla og fyrirtæki sveitarfélaga, tómstunda- og áhugamannafélög, íþróttafélög, húsfélög, stéttarfélög, styrktarsjóði og líknarfélög. Einnig trúfélög og söfnuði, vísinda-, menningar- og fræðslufélög, stjórnmálafélög, björgunarsveitir og dýraverndunarfélög.


 

 

Tengdir kaflar:

Fara efst á síðuna ⇑