Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.4.2024 07:11:10


Ξ Valmynd

3.1.5  Týndur/gleymdur veflykill

Hafi aðallykill týnst eða glatast af öðrum orsökum er unnt sækja um nýjan lykil á skattur.is, með því að smella á hlekkinn "Sækja veflykil". Nýr lykill er þá sendur í vefbanka strax eða í pósti á lögheimili innan tveggja virkra daga. Einnig getur umsækjandi snúið sér til ríkisskattstjóra og fengið afhentan veflykil gegn framvísun persónuskilríkja.

Einungis einstaklingar geta fengið veflykilinn sendan í vefbanka.

Ef sérstakir lyklar vegna staðgreiðslu eða virðisaukaskatts týnast má hafa samband við þjónustuver ríkisskattstjóra í síma 442-1000 eða með tölvupósti á rsk@rsk.is

 

Fara efst á síðuna ⇑