Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 13.11.2019 04:08:47


Ξ Valmynd

3.2.2  Allt ß einum veflykli

Þeir sem stofna til rafrænna skila á staðgreiðslu og virðisaukaskatti með bréflegri umsókn geta “sameinað lykla” með því að afrita réttindi af lyklunum fyrir virðisaukaskatt og staðgreiðslu yfir á aðallykil. Með því er hægt að fá aðgang að öllum þáttum rafrænnar þjónustu með einum lykli. Afritun réttinda gildir líka um þá sem hafa skilað staðgreiðslu og virðisaukaskatti rafrænt frá því áður en hægt var að sækja um það pappírslaust, beint á skattur.is.

Afritun réttinda er framkvæmd á þjónustusíðunni skattur.is. Til þess þarf að skrá sig inn með kennitölu og aðalveflykli og velja síðuna Veflyklar. Þar birtast eftir atvikum tvö eða þrjú innsláttarsvæði, eitt merkt hverjum lykli. Þeir eru slegnir inn og smellt á Afrita réttindi. 

Þó réttindi séu þannig afrituð á aðallykil gilda hinir lyklarnir áfram, þannig að ekki þarf að skipta út veflyklum sem þegar eru í notkun í bókhalds- og launakerfum og notaðir til að skila beint úr þeim.

Hjá þeim sem sækja um rafræn skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti "með einum smelli" á skattur.is bætast réttindin sjálfkrafa inn á aðallykil eins og lýst er í kaflanum Að hefja rafræn skil hér á undan.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑