Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 23.9.2021 11:03:16


Ξ Valmynd

3.2.1  A­ hefja rafrŠn skil

Einstaklingar og félög í atvinnurekstri sem ekki eru í rafrænum skilum á staðgreiðslu og/eða virðisaukaskatti, geta stofnað til þeirra "með einum smelli" á þjónustusíðu sinni. Aðeins handhafi aðallykils getur stofnað til rafrænna skila. Ekki þarf að senda inn undirritaða umsókn til afgreiðslu heldur er umsókn afgreidd á skattur.is.

Umsækjandi skráir sig inn á www.skattur.is, með kennitölu og aðalveflykli. Undir flipanum "Vefskil" er boðið upp á að opna fyrir rafræn skil á staðgreiðslu og/eða virðisaukaskatti. Umsækjandi fær úthlutað föstum lykli (Staðgreiðsla og/eða Virðisaukaskattur) og getur hvort heldur sem er notað hann eða aðallykilinn. Réttindi hins nýja lykils bætast sjálfkrafa inn á aðallykilinn, svo ekki þarf að “afrita réttindi” eins og lýst er í næsta kafla, Allt á einum veflykli. Nýir lyklar bætast í veflyklayfirlitið á síðunni “Veflyklar”.

Skilyrði fyrir því að fá lyklana eru að umsækjandi sé á launagreiðendaskrá vegan staðgreiðslulykils og handhafi virðisaukaskattsnúmers vegna vsk-lykils. Hjá þeim sem eru með umfangsmeiri rekstur nýtast þessir sérlyklar til aðgangsstýringar.

Ef sótt er um rafræn skil á staðgreiðslu og/eða virðisaukaskatti eftir öðrum leiðum en á þjónustusíðu, t.d. í vefbanka eða með bréflegri umsókn til ríkisskattstjóra, þarf að “afrita réttindi” eins og lýst er í næsta kafla, ef notandi kýs að hafa allan aðgang á einum lykli.


 

 

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑