Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 2.12.2024 07:16:10


Ξ Valmynd

5.5  Sérstakur fjársýsluskattur

Með lögum um fjársýsluskatt var gerð sú breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, að leggja skal sérstakan fjársýsluskatt á aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga um fjársýsluskatt, sem nemur 6% af tekjuskattsstofni yfir 1.000.000.000 kr.

Greiða skal fyrir fram upp í þennan sérstaka fjársýsluskatt 1. apríl 2012 vegna janúar, febrúar og mars á því ári, en eftir það mánaðarlega á árinu 2012 og miðast sú greiðsla við skattstofn af reglulegri starfsemi eins og hann var í árslok 2010, miðað við skatthlutfall skv. 3. málsl. 3. mgr. 71. gr. laga nr. 90/2003, án tillits til samsköttunar og yfirfæranlegs taps.

 

Fara efst á síđuna ⇑