Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 2.12.2024 07:07:13


Ξ Valmynd

5.3  Skráning á stofnskrá

Skattskyldir aðilar til fjársýsluskatts skulu ótilkvaddir og ekki síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst, tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá ríkisskattstjóra. Þeir sem stunda skattskylda starfsemi við gildistöku laga um fjársýsluskatt skulu einnig tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína. Tilkynningar skulu vera á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður (eyðublað RSK 5.07). Sé tilkynningarskyldu ekki sinnt skal ríkisskattstjóri úrskurða aðila sem skattskyldan og tilkynna honum þar um.

 

Fara efst á síđuna ⇑