Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 2.12.2024 08:50:49


Ξ Valmynd

5.2  Skattskyldir ađilar

Hlutafélög, vátryggingafélög og Evrópufélög samkvæmt lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, svo og aðrir aðilar sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni inna af hendi vinnu eða þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti skv. 9. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verðbréfasjóða, svo og önnur fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni inna af hendi vinnu eða þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti skv. 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Fjársýsluskattur var fyrst lagður á með opinberum gjöldum við álagningu árið 2013. Innheimta hans fer fram í staðgreiðslu vegna launagreiðslna frá 1. janúar 2012 með fyrsta gjalddaga þann 1. apríl 2012, vegna launa í janúar, febrúar og mars, og mánaðarlega eftir það.

Opinberar stofnanir sem hafa lögbundið hlutverk og eru að fullu í eigu opinberra aðila  eru undanþegnar skattskyldu samkvæmt lögum um fjársýsluskatt. Sú undanþága tekur þó ekki til Íbúðalánasjóðs.

Reki skattskyldur aðili margþætta starfsemi, þannig að sumir þættir hennar eru skattskyldir en aðrir undanþegnir skattskyldu, skal hinni skattskyldu og undanþegnu starfsemi haldið aðgreindri bæði í bókhaldi hans og á fjársýsluskattsskýrslu.

 

Fara efst á síđuna ⇑