Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 10:10:22


Ξ Valmynd

7.4  Kaup og sala eigna

Þeir sem kaupa og/eða selja íbúðarhúsnæði eða aðrar eignir sem ekki tengjast atvinnurekstri skulu gera grein fyrir því á eyðublöðum fyrir kaup og sölu eigna RSK 3.02.
 
Um er að ræða tvö aðskilin eyðublöð, annað fyrir eignakaup og hitt fyrir sölu eigna. Fyrir framtalsgerðina nú hafa, eftir atvikum, verið áritaðar á þessi eyðublöð upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fasteignaviðskipti á árinu 2019.
 
Sé um íbúðarkaup að ræða þarf að koma fram hvort húsnæðið sé til eigin nota. Með eigin notum er átt við að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑