Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 10:10:17


Ξ Valmynd

7.28  Fjárfesting í hlutafjáraukningu - RSK 3.29

Úr 30. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003:
Frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, má draga:
B.
1. Allt að 50% frá tekjuskattsstofni einstaklings, sbr. 1. og 3. gr., að viðbættum fjármagnstekjum, af fjárhæð sem hann sýnir fram á að sé til komin vegna fjárfestinga í hlutafélagi eða einkahlutafélagi sem uppfyllir skilyrði 2. og 3. mgr., við álagningu opinberra gjalda á árunum 2017, 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022 vegna fjárfestinga á árunum 2016, 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021. Fyrst skal dregið frá stofni til tekjuskatts og síðan fjármagnstekjuskattsstofni, að teknu tilliti til frítekjumarks vegna vaxta- og leigutekna.

Til þess að einstaklingur geti nýtt sér heimild til frádráttar skv. 1. mgr. þurfa öll eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
1. Fjárfesting einstaklings í félagi nemi að lágmarki 300 þús. kr. á almanaksári.
2. Hver einstaklingur getur nýtt frádráttarheimild vegna heildarfjárfestinga sem nemi að hámarki 10 millj. kr. á almanaksári.
3. Einstaklingur geti sýnt fram á að fjárfesting hafi verið að fullu greidd.
4. Fjárfesting einstaklings sé til komin vegna hlutafjáraukningar í félagi.
5. Félagið skili lista til ríkisskattstjóra yfir þátttakendur hlutafjáraukningarinnar og aukningin sé skráð í hlutafélagaskrá.
6. Einstaklingur sé hvorki tengdur félaginu né félagasamstæðum þess, tveimur árum fyrir og þremur árum eftir skráða hlutafjáraukningu, á eftirfarandi hátt:
    a. Á grundvelli fjárhagslegra hagsmuna tengdra félaginu eða ef einstaklingur á eða mun eiga rétt á, með beinum eða óbeinum hætti, meira en 30% eignarhlutdeild í félaginu eða atkvæðarétti þess. Einstaklingur telst jafnframt vera tengdur félaginu ef viðskipti hans við félagið vegna hlutafjáraukningarinnar eru ekki sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila.

Félag skv. 1. mgr. þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Félagið sé stofnsett á Íslandi eða innan annars EES-ríkis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og með fasta starfsstöð á Íslandi.
2. Hjá félaginu starfi ekki fleiri en 25 starfsmenn og félagið sé með árlega veltu undir 650 millj. kr. og/eða efnahagsreikning undir 650 millj. kr. Ef félag er hluti af félagasamstæðu skal miða við samstæðuna í heild á grundvelli samstæðureiknings.
3. Félagið hafi lokið greiðslu á öllu lágmarkshlutafé vegna stofnunar þess.
4. Félagið hafi ekki verið skráð á skipulegan verðbréfamarkað.
5. Félagið hafi ekki, þegar hlutafjáraukning á sér stað, verið starfandi á markaði lengur en sjö ár frá fyrstu sölu þess í viðskiptalegum tilgangi.
6. Félagið sé rekið í hagnaðarskyni.
7. Félagið eigi ekki í fjárhagsvanda.
8. Íslenska ríkið eigi ekki útistandandi endurgreiðslukröfu á félagið vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar.
9. Félagið hafi sent ríkisskattstjóra ársreikning sinn fyrir næstliðið reikningsár sem gerður hefur verið í samræmi við lög um ársreikninga.
10. Félagið sýni fram á að andvirði hlutafjáraukningarinnar verði ráðstafað í þágu viðskiptastarfsemi þess. Ef félagið hefur ekki hafið viðskiptastarfsemi ber að nota að lágmarki 30% af andvirðinu til rannsókna eða þróunar á viðskiptastarfsemi sem hefjast skal innan tveggja ára frá skráningardegi hlutafjáraukningarinnar.
11. Hlutafjáraukning í félagi geti að hámarki numið 2.000 millj. kr. í heild. Ef félag er hluti af félagasamstæðu nær hámarkið til samstæðunnar.
12. Áður en hlutafjáraukning fer fram og árlega eftir það skal félag fá staðfestingu ríkisskattstjóra á því að öll skilyrði þessarar málsgreinar séu uppfyllt. Sækja skal um staðfestinguna á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og getur hann krafið félagið um öll nauðsynleg gögn vegna hennar. Ríkisskattstjóri skal halda sérstaka skrá yfir þau félög sem hljóta staðfestingu samkvæmt ákvæði þessu og skal hún birt á vefsvæði ríkisskattstjóra. Ákvörðun ríkisskattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

Eftirtalin starfsemi félags fellur ekki undir ákvæði þetta:
a. starfsemi sem felst í viðskiptum með fasteignir,
b. starfsemi sem felst í útleigu fasteigna eða lausafjár,
c. starfsemi eignarhaldsfélaga,
d. starfsemi fjárfestingarfélaga,
e. starfsemi eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999,
f. starfsemi sem felst í útseldri þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga,
g. starfsemi sem felst í kvikmyndaframleiðslu,
h. starfsemi sem felst í mannvirkjagerð og hvers kyns viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum,
i. starfsemi tengd fjárfestingu og/eða rekstri hótela, gistiheimila og veitingastaða,
j. starfsemi sem felst í útflutningi og innflutningi vara sem framleiddar eru og þróaðar af öðrum,
k. starfsemi sem felst í hvers kyns námuvinnslu.

Ef einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. selur þau hlutabréf sem voru grundvöllur frádráttarins innan þriggja ára frá því að fjárfesting fer fram skal bakfæra upphaflega frádráttinn. Bakfærður frádráttur samkvæmt þessari málsgrein skal færast til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Auk bakfærslu skal einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. greiða 15% álag af fjárhæð ofnýtts frádráttar.

Ef frádráttur samkvæmt ákvæði þessu er hærri en tekjuskattsstofn skattaðila að viðbættum fjármagnstekjum á almanaksári færist það sem umfram er milli ára þar til hann er fullnýttur, en þó ekki lengur en næstu þrjú ár. Það sem ónýtt er af frádráttarheimildinni að þremur árum liðnum fellur niður.
 
Ríkisskattstjóri hefur veitt eftirfarandi félögum staðfestingu á því að kaup á hlutabréfum úr hlutafjáraukningu þeirra á árinu 2019 geti veitt einstaklingum rétt á skattfrádrætti við álagningu 2020:

KoPrA ehf. kt. 591216-1200

Media ehf. kt. 580913-1130

Solid Clouds ehf. kt. 600913-2550

Spectaflow ehf. kt. 650615-0260

1939 Games ehf. kt. 710815-2830

minester ehf. kt. 611217-0990

Klappir Grænar Lausnir hf. kt. 6309141080

EpiEndo Pharmaceuticals ehf. kt. 6401140100

Gefn ehf. kt. 5406101770

0101 ehf. kt. 5409180660

Myrkur Games ehf. kt. 5509160450

 

 

Fara efst á síðuna ⇑