Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 18.7.2024 08:01:50


Ξ Valmynd

7.8.8  RafrŠn skil ß vottor­um og vi­bˇtarg÷gnum

Með vefframtali er boðið upp á rafræn skil á vottorðum og öðrum viðbótargögnum sem geta þurft að fylgja umsókn um lækkun. Innlesturinn er gerður á eyðublaðinu sjálfu, RSK 3.05.

Hægt er að nota öll helstu skjalaform, en þó er ekki hægt að senda zip-skrár. Hámarksstærð á hverju skjali er 4Mb.

Eftirtalin skjalaform eru leyfileg:

.bmp .jpg .tif
.doc .pdf .tiff
.docx .png .txt
.gif .ppt .xls
.jpe .pptx .xlsx
.jpeg .rtf  
 

Á eyðublaðinu verður til listi þar sem hægt er að sjá hvort og þá hvaða skjöl framteljandi hefur lesið inn. Ef rangt skjal er lesið inn eða það sett í rangan kafla eyðublaðsins er hægt að fella það með því að smella á aðgerðina "eyða" í listanum.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑