Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 10:06:45


Ξ Valmynd

7.8.6  Lækkun vegna tjóns á eignum

Heimilt er að veita ívilnun vegna eignatjóns, ef framteljandi verður fyrir verulegu tjóni á persónulegum eignum sínum, sem ekki fæst bætt úr hendi annars aðila.

Með eignatjóni er átt við eyðingu eða verulegar skemmdir fjármuna, svo sem af völdum eldsvoða, flóða, jarðskjálfta eða eldgosa, eða af öðrum ástæðum sem telja má óvenjulegar skemmdir. Við mat á ívilnun er litið til þess hvaða fjárhagslegar afleiðingar tjónið hefur í för með sér og hvort það skerði gjaldþol umsækjanda, þótt það sé ekki gert að algjöru skilyrði.

Ef um verulega ívilnun er að ræða getur henni verið skipt á fleiri en eitt ár. Framteljandi þarf þá að sækja um ívilnun fyrir hvert ár.

Í umsókn skal gera grein fyrir fjártjóni og fengnum bótum og með henni þarf að fylgja tjónaskýrsla, lögregluskýrsla eða álit hlutlausra matsmanna, og gögn um útlagðan kostnað vegna tjónsins.

 

Fara efst á síðuna ⇑