Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 10:07:55


Ξ Valmynd

7.5  Húsbyggingarskýrsla

Á Húsbyggingarskýrslu RSK 3.03 skal gera grein fyrir byggingu, viðbyggingu, breytingum og endurbótum á fasteignum.
 
Velja skal byggingarstig í árslok úr fellilista. Samkvæmt ÍST 51 Byggingastaðli eru 7 skilgreind byggingastig húsa:
  • Byggingarstig 1 - Byggingarleyfi
  • Byggingarstig 2 - Undirstöður
  • Byggingarstig 3 - Burðarvirki fullreist
  • Byggingarstig 4 - Fokheld bygging
  • Byggingarstig 5 - Tilbúin til innréttingar
  • Byggingarstig 6 - Fullgerð án lóðarfrágangs
  • Byggingarstig 7 - Fullgerð bygging
Gera skal grein fyrir eigin vinnu við húsbygginguna á eyðublaðinu svo og gjafavinnu og skiptivinnu.
 
Annars vegar skal tilgreina aukavinnu sem eigandi leggur fram utan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin afnota. Vinna manns við eigin íbúð utan venjulegs vinnutíma er skattfrjáls ef hann uppfyllir eftirgreind tvö atriði:
    a) að hafa unnið fullan vinnutíma við hið eiginlega starf sitt og
    b) skilað eðlilegum árstekjum af því.
 
Hins vegar skal tilgreina eigin vinnu við íbúðarhúsnæði til eigin afnota, unna í venjulegum vinnutíma, svo og alla aðra skattskylda vinnu eiganda við húsbyggingu, svo sem við íbúðarhúsnæði sem ekki er ætlað til eigin afnota, sumarbústaði o.þ.h. Enn fremur verðmæti skiptivinnu í sambandi við eigin húsbyggingu.  Önnur eigin vinna og gjafavinna færist í ótölusettan reit í lið 2.3 á framtali.
 
Fjárhæðir sem hafa skal til viðmiðunar við mat á eigin vinnu árið 2019 eru sem hér segir:
 
Vinna ófaglærðs manns við eigin íbúð kr. 1.879 pr. klst.
Vinna faglærðs manns við eigin íbúð kr. 2.342 pr. klst.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑