Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.11.2024 10:27:11


Ξ Valmynd

4.23  Hvað ef ég sel mína fyrstu íbúð?

Ef þú hefur fengið útborgaðann séreignarsparnað vegna kaupa á þínu fyrsta íbúðarhúsnæði þá breytist ekkert að því leyti þótt þú seljir íbúðina. Ef þú á hinn bóginn hefur verið að ráðstafa iðgjöldum inn á veðlán og selur íbúðina án þess að kaupa aðra í staðinn fellur heimildin til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán niður.

Kaupir þú annað íbúðarhúsnæði í stað hins selda innan tólf mánaða þá getur þú hafið ráðstöfun aftur ef þú uppfyllir öll skilyrði. Skilyrði er að þetta gerist innan tíu ára tímabilsins, talið frá þeim tíma sem ráðstöfun hófst fyrst. Sækja þarf um aftur þegar ný íbúð er keypt.

Athugaðu að hámarkstími ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tengslum við kaup á fyrstu íbúð getur aldrei orðið lengri en tíu ár og er alltaf talið frá því tímamarki sem ráðstöfun hófst fyrst.

 

Fara efst á síðuna ⇑