FYRSTA ÍBÚÐ
4.11 Geta allir nýtt sér þessa ráðstöfun á séreignarsparnaði?
Almenna reglan er að allir sem hafa gert samning um að greiða viðbótarlífeyrissparnað geta nýtt sér að taka út vegna kaupa/byggingar á sinni fyrstu íbúð eða ráðstafa greiðslum inn á lán sem tryggt er með veði í íbúðinni. Það kann þó að vera að einhverjir tilteknir sjóðir taki ekki þátt í þessu.
Heimildin gildir í samfellt tíu ár frá þeim tíma sem umsækjandi velur sjálfur að hefja ráðstöfun, annað hvort með úttekt eða greiðslu inn á veðlán, eða hvoru tveggja.