Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 06:58:20


Ξ Valmynd

1  Almennt um fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði

Þeim einstaklingum sem kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti er heimilt að fá útborguð upp að ákveðnu marki og án skattskyldu viðbótariðgjöld sem greidd hafa verið til séreignarlífeyrissjóðs. Einnig er heimilt að taka út og ráðstafa iðgjöldum til greiðslu inn á lán sem tryggð eru með veði í íbúðinni. Heimilt er að taka út iðgjöld vegna launagreiðslna frá 1. júlí 2014 til kaupdags íbúðar velji umsækjandi það, að uppfylltum öllum skilyrðum sem um ræðir í lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Mest getur ráðstöfun á iðgjöldum annað hvort með útborgun og/eða greiðslu inn á lán staðið samtals í tíu ára samfellt tímabil.

Heimildin tekur til þeirra einstaklinga sem ekki hafa átt íbúð áður, jafnframt skal eignarhluti umsækjanda vera að minnsta kosti 30%.

Verja má uppsöfnuðum iðgjöldum til kaupa á fyrstu íbúð eða nýbyggingar og/eða ráðstafa iðgjöldum inn á höfuðstól lána sem tryggð eru með veði í íbúðinni. Ef um er að ræða lán sem ekki eru verðtryggð er jafnframt heimilt að nýta iðgjöld sem afborgun inn á þau, samkvæmt nánari reglum þar um.

Heimildin tekur ekki til kaupa á lóð, búseturétti, viðbyggingar við húsnæði eða endurbóta á húsnæði.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑