Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 13:13:39


Ξ Valmynd

1.7  Upphafstímamark

Almenna reglan er að ef fyrsta íbúð er keypt 1. júlí 2017 eða síðar getur úttektartímabil séreignarsparnaðar verið vegna iðgjalda af launagreiðslum frá 1. júlí 2017 til þess dags sem kaupsamningur var gerður eða nýbygging fékk fastanúmer. Heimilt getur verið að miða útgreiðslu við launagreiðslur frá 1. júlí 2014 óski umsækjandi eftir því en tímabilið þarf þó alltaf að vera innan tíu ára samfellds tímabils talið frá upphafi ráðstöfunar til þess dags sem íbúðar er aflað. Ef sótt er um úttekt til greiðslu inn á lán gildir umsóknin frá umsóknarmánuði og heimil úttekt í þessu skyni er þá vegna launagreiðslna frá og með því tímamarki.

Dæmi:
Maður kaupir sína fyrstu íbúð í janúar 2018. Hann hefur verið að greiða í séreignarlífeyrissjóð og sækir um úttekt í desember 2018. Þessi maður getur þá tekið út iðgjöld, innan gildandi fjárhæðarmarka, vegna launagreiðslna á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 31. janúar 2018, en frá og með desember 2018 getur hann sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til greiðslu inn á lán vegna íbúðarkaupanna. Samtals getur úttektartímabil aldrei orðið lengra en tíu ár, eða lengst til 30. júní 2024 í þessu dæmi.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑