FYRSTA ÍBÚÐ
4.7 Hverjar eru hámarksfjárhæðir?
Hámarksfjárhæð hjá hverjum einstaklingi er 500.000 kr. á ári í tíu ár, eða samtals 5.000.000 kr. öll árin. Fjárhæðin skiptist þannig árlega að 333.000 kr. mega vera af eigin framlagi þínu og 167.000 kr. af framlagi launagreiðanda. Þitt framlag má ekki heldur vera yfir 4% af iðgjaldsstofni og framlag launagreiðanda ekki yfir 2% af iðgjaldsstofni (launum þínum). Fjárhæðin getur aldrei orðið hærri en greitt hefur verið til séreignarsjóðsins.