Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 25.11.2024 10:33:38


Ξ Valmynd

4.1  Hvernig get ég nýtt séreignarsparnað vegna kaupa/byggingar á minni fyrstu íbúð?

Þú getur annars vegar tekið út séreignarsparnað sem þú átt nú þegar í slíkum sjóði og hins vegar greitt inn á veðlán eftir því sem þú greiðir í séreignarsjóð í hverjum mánuði. Í báðum tilvikum verður ekki um að ræða skattskyldar tekjur hjá þér ef öllum skilyrðum er fullnægt, t.d. um hámarksfjárhæðir.

Ef þú velur að taka út séreignarsparnað í tengslum við kaup/byggingu á fyrstu íbúð þarftu að sækja um það rafrænt á www.skattur.is. Sama gildir ef þú vilt ráðstafa séreignarsparnaði til greiðslu inn á veðlán.

 

Fara efst á síðuna ⇑