Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 11.5.2024 10:15:37


Ξ Valmynd

7.12  Erlendis búsettir

Erlendis búsettir sem hafa tekjur eða eiga eignir hér á landi
 
Einstaklingar búsettir erlendis sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3. grein skattalaganna, vegna tekna, t.d. af útleigu íbúðarhúsnæðis eða sölu hlutabréfa hér á landi, skulu skila framtali þar sem gerð er grein fyrir þessum tekjum á þriðju síðu framtals í lið 3.7, reit 510.
 
Ef um útleigu íbúðarhúsnæðis er að ræða skal telja fram brúttóleigutekjur án frádráttar. Hafi maður leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota er heimilt að draga þau frá leigutekjum ef þær eru af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er tímabundið í útleigu. Í þeim tilvikum skal draga leigugjöldin frá leigutekjum og ef um jákvæðan mismun er að ræða færist hann í reit 510. Neikvæður mismunur færist ekki á framtal. Gera skal grein fyrir nýtingu íbúðarhúsnæðis sem ekki gefur af sér tekjur í lið 1.4.
 
Nauðsynlegt er að fram komi að framteljandi eigi lögheimili erlendis. Jafnframt skal tilgreina póstfang umboðsmanns hans á Íslandi.

 

Fara efst á síðuna ⇑