Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 04:36:48


Ξ Valmynd

7.27  Eyðublað RSK 4.25 (CFC félög) í rafrænum skilum

Í rafrænum framtalsskilum hefur eldri útgáfum eyðublaða RSK 4.24 og RSK 4.25 verið slegið saman í eina útgáfu (eitt eyðublað), undir nafninu RSK 4.25.
Fyrstu þrír kaflar blaðsins varða atriði sem áður voru á eyðublaði RSK 4.24 og snúa að atriðum er varða hið erlenda CFC-félag sjálft.
Kafli 4 varðar atriði sem áður voru á eyðublaði RSK 4.25 og snúa að hlut eiganda (framteljanda) í tekjum og eignum CFC-félagsins.

Skýrsla lögaðilans skal ná til allrar starfseminnar viðkomandi tekjuár. Til að fá úthlutað kennitölu fyrir CFC-félag þarf að snúa sér til fyrirtækjaskrár Skattsins og skila inn umsóknareyðublaði RSK 17.90. Nota má kennitöluna 999999-9999 ef félagið hefur ekki enn fengið íslenska kennitölu þegar þessu eyðublaði er skilað, en þá skal sækja um íslenska kennitölu hið allra fyrsta.
Skila ber ársreikningi lögaðilans með skýrslunni.

 

Fara efst á síðuna ⇑