Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 04:30:52


Ξ Valmynd

7.1.4  RSK 4.08 Landbúnaðarskýrsla

Bændur í almennum búrekstri skila Landbúnaðarskýrslu RSK 4.08 án tillits til veltu.

Leiðbeiningar fyrir þetta eyðublað á pdf-formi er að finna hér (RSK 8.10).

Í stað fyrstu síðu pappírsútgáfunnar færast upplýsingar um hreina eign eða skuldir umfram eignir, hagnað eða tap, reiknað endurgjald og ónotað tap á samræmingarblað RSK 4.05. Af samræmingarblaðinu færast síðan fjárhæðir á persónuframtal.

Þegar hjón standa bæði fyrir búrekstri er aðeins gerð landbúnaðarskýrsla í nafni þess sem er handhafi virðisaukaskattsnúmersins sem notað er vegna rekstrarins, en skráð í athugasemdasvæði á samræmingarblaði að bæði standi fyrir rekstrinum.

Afstemming virðisaukaskatts er gerð á landbúnaðarskýrslunni. Því þarf ekki að skila samanburðarskýrslu virðisaukaskatts, RSK 10.25, á netinu, nema notuð séu fleiri en eitt vsk-númer í rekstrinum. Þá þarf að skila einu eintaki af RSK 10.25 fyrir hvert vsk-númer.

Fyrnanlegar eignir ber að færa á eignaskrá RSK 4.01 og verður að gæta þess að opna eignaskrána sem undirblað landbúnaðarskýrslunnar RSK 4.08.

 

Fara efst á síðuna ⇑