Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.11.2024 04:47:47


Ξ Valmynd

7.8.2  Lækkun vegna mannsláts

Veitt er ívilnun vegna útfararkostnaðar. Að jafnaði þarf ekki að leggja fram gögn til staðfestingar á kostnaði vegna andláts maka þar sem almenn ívilnun er föst fjárhæð. Í álagningu 2024 er t.d. tekjuskatts- og útsvarsstofn þess sem missti maka á árinu 2023 lækkaður um 1.300.000 kr. vegna útfararkostnaðar. Almennt er ekki fallist á umsókn um lækkun vegna annarra vandamanna þegar eignir dánarbús eru umfram skuldir.

Í umsókn þarf að geta um tengsl umsækjanda við hinn látna (foreldri, maki, systkin, barn, annað). Þegar ekki er um andlát maka að ræða skiptist lækkunin á greiðendur útfararkostnaðarins ef þeir eru fleiri en einn.

Aukin ívilnun.
Ef sérstakar aðstæður leiða til útgjalda sem eru verulega umfram það sem almennt er, t.d. vegna andláts eða útfarar erlendis, er heimilt að veita aukna ívilnun. Hún getur þó almennt ekki orðið hærri en 1.900.000 kr. Sé sótt um aukna ívilnun þarf að senda reikninga eða önnur gögn vegna kostnaðar með umsókninni.

 

Fara efst á síðuna ⇑