Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 9.5.2021 14:11:06


Ξ Valmynd

8.3.1  Útreikningur á tekjuskatti og útsvari

Vegna millifærslu á persónuafslætti hjá hjónum og sambúðarfólki þarf alltaf að reikna fyrst út gjöld þess sem hefur lægri tekjur.
 
Af fyrstu 4.042.995 kr. reiknast 20,6% tekjuskattur, af næstu 7.307.477 kr. reiknast 22,75% tekjuskattur og af stofni umfram 11.350.472 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur. Útsvar er breytilegt eftir sveitarfélögum. Meðaltalið var 14,44% á tekjuárinu 2020.
 
Tekjuskatts- og útsvarsstofn 1)

12.000.000

 
20,6% tekjuskattur af 4.042.995 kr.             +  832.857  
22,75% tekjuskattur af 7.307.477 kr.           + 1.662.451  
31,8% tekjuskattur af 649.528 kr.                  +

206.550

 
Persónuafsláttur 2)                                        -

655.538

3)

Tekjuskattur    =

2.046.320

4)
     
Útsvar - 14,44% af stofni 5)                         +

1.732.800

 
Persónuafsláttur til greiðslu útsvars            -

0

6)

Útsvar til innheimtu   = 

1.732.800

 
  1. Samkvæmt tölulið 2.7 á framtali.
  2. Persónuafsláttur vegna tekna á árinu 2020 er kr. 655.538.
  3. Til viðbótar venjulegum persónuafslætti getur komið millifærður persónuafsláttur frá maka, sbr. 6).
  4. Ef reiknaður tekjuskattur er lægri en persónuafsláttur verður tekjuskatturinn 0 en ónýttur afsláttur færist niður í línuna: Persónuafsláttur til greiðslu útsvars.
  5. Útsvar er mismunandi eftir sveitarfélögum.
  6. Ónýttur persónuafsláttur gengur til greiðslu útsvars. Sé þá enn ónýttur afsláttur gengur hann til maka hjá samsköttuðum einstaklingum. Sé enn eftir ónýttur afsláttur ganga 22/37 af því sem ónýtt er til greiðslu á skatti á fjármagnstekjur, en fellur að öðru leyti niður.

 

 

Fara efst á síđuna ⇑