Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 12.9.2024 20:22:14


Ξ Valmynd

8.3.6  Útvarpsgjald

Útvarpsgjald.

Frá og með álagningu 2009 er lagt á sérstakt útvarpsgjald.

Hér er um að ræða sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á samhliða álagningu opinberra gjalda.  Gjaldskylda hvílir á þeim einstaklingum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og þeim lögaðilum sem skattskyldir eru og bera sjálfstæða skattaðild skv. 2. gr. laga nr. 90/2003, öðrum en dánarbúum, þrotabúum og þeim lögaðilum sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. sömu laga.  Skal gjaldið nema 18.300 kr. á hvern einstakling og lögaðila við álagningu 2021.

Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra. Það eru annars vegar þeir sem fæddir eru 1950 eða fyrr og hins vegar þeir sem hafa lægri tekjur en kr. 1.870.828 á árinu 2020.

 

Fara efst á síðuna ⇑