Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.11.2024 13:21:34


Ξ Valmynd

6  Framtal barns

Börn yngri en 16 ára greiða ekki tekjuskatt og útsvar af fyrstu 180.000  kr. af launatekjum sínum á árinu 2020. Eftir sem áður skal telja allar launatekjur barns fram á barnaframtali. Gera skal grein fyrir tekjunum á sérstöku framtali, Skattframtal barns RSK 1.02. Aðeins 1. kafli framtals er þá fylltur út. Rita skal nafn og kennitölu barns og foreldris (framfæranda) á framtalið og skiptir ekki máli hvort skráð er kennitala föður eða móður.

Veflykill
Börn fá ekki úthlutað veflyklum, en ef skila á skattframtali barns á vefnum er framtalið opnað á þjónustusíðu framfæranda. Launatekjur barna og staðgreiðsla eru áritaðar í vefframtal skv. launamiða.
 
Aðrar tekjur. Eignir og skuldir
Á barnaframtal færast ekki aðrar tekjur en launatekjur. Aðrar tekjur færast á framtal framfæranda í viðeigandi reiti. Vaxtatekjur af bankainnstæðum og verðbréfum barna færast í lið 3.4 á framtali framfæranda. Aðrar eignatekjur færast með eignatekjum framfæranda. Sama gildir um eignir barns og skuldir, þær færast með eignum og skuldum framfæranda í kafla 3, 4 og 5 á framtali þeirra.
 
Fái framfærandi barns tryggingabætur eða lífeyri frá Tryggingastofnun vegna barnsins eru upplýsingar um það áritaðar á framtal hans. Séu þær ekki áritaðar skal færa þær greiðslur á framtal framfæranda. Greiðslur frá lífeyrissjóðum til barna eru ekki áritaðar en þær eiga að færast á framtal framfæranda í lið 2.3. Sjá þó sérreglur um skattlagningu barna sem misst hafa foreldri og ekki verið ættleidd.

 

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑