Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 13.10.2024 22:32:11


Ξ Valmynd

2.3.6  Ađrar greiđslur

Barnsmeðlög að því marki sem þau eru umfram fjárhæð tvöfalds barnalífeyris.

 
Björgunarlaun.
 
Dagvistunargreiðslur.
Dagforeldri. Greiðslur frá sveitarfélögum til dagforeldra vegna þeirra eigin barna færast hér. Endurgreiðsla sveitarfélaga til foreldra vegna vistunar barna hjá dagforeldrum telst ekki til tekna hjá foreldrum og færist ekki á framtal. Sjá nánar í kafla 7.10.
 
Dvalar- og ferðastyrkir.
 
Eigin vinna við íbúðarhúsnæði
unnin í venjulegum vinnutíma skal metin til tekna og færð í þennan reit. Sama á við um skiptivinnu, gjafavinnu og eigin vinnu við aðrar fasteignir en íbúðarhúsnæði, s.s. sumarbústaði. Eigin vinna við íbúðarhúsnæði sem unnin er utan venjulegs vinnutíma er skattfrjáls. Gera skal grein fyrir eigin vinnu á Húsbyggingarskýrslu RSK 3.03, sjá nánar í kafla 7.5.
 
Framfærslulífeyrir barnsmóður.
 
Framfærslulífeyrir frá fyrrverandi maka
að því marki sem hann er umfram fjárhæð lágmarksellilífeyris.
 
Fæðingarstyrkur.
 
Gjafir,
þó ekki tækifærisgjafir ef verðmæti þeirra er ekki meira en gerist almennt um slíkar gjafir.
 
Greiðslur frá sveitarfélögum vegna fósturbarna
sem sett eru í fóstur af opinberum aðilum, sjá nánar í kafla 7.10.
 
Greiðslur fyrir vistun aldraðra eða öryrkja
í heimahúsum, sjá nánar í kafla 7.10.
 
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna, sjá nánar í kafla 7.10.
 
Happdrættisvinningur.
Skattskyldur happdrættisvinningur færist hér, en skattfrjáls færist í 2.9 B, í reit 597.
 
Höfundarlaun, listamannalaun, heiðurslaun, heiðursverðlaun
. Skattskyld heiðursverðlaun skal færa hér en skattfrjáls í 2.9 C í reit 73, sjá skýringar við þann reit.
 
Laun frá alþjóðastofnun
færast hér í þeim tilvikum þar sem í samningum sem Ísland hefur gert við önnur ríki er sérstaklega kveðið á um skattfrelsi. Sé svo ekki færast launin í kafla 2.1.  Ef laun frá alþjóðastofnun eru færð hér þarf jafnframt að geta þess í skýringum í kafla 1.4.
 
Samgöngugreiðslur.  Greiðsla launagreiðanda á kostnaði vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar eða ferða í þágu launagreiðanda, ef nýttar eru almenningssamgöngur eða vistvænn samgöngumáti. Leyfilegur frádráttur (að hámarki 96.000 kr.) er áritaður í reit 157.
 
Sjúkra- og slysadagpeningar
frá öðrum en TR.
 
Staðaruppbót
vegna starfa erlendis í þjónustu íslenska ríkisins.
 
Styrkir til líkamsræktar
frá launagreiðanda og stéttarfélögum færast til tekna hér, en heimilt er að færa kostnað til frádráttar að hámarki 60.000 kr. í reit 157.

Styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga svo sem vegna gleraugnakaupa, heyrnartækjakaupa, glasafrjóvgunar, krabbameinsskoðunar, ættleiðinga, tannviðgerða, sjúkraþjálfunar, sálfræðiþjónustu, dvalar á heilsustofnunum og útfarar.
 
Aðrir styrkir, svo sem til íþróttamanna, sjálfboðaliða við lyfjatilraunir, útfararstyrkir og verkfallsstyrkir.
 
Vinningar
í veðmáli eða keppni.

Ættleiðingarstyrkir, Kostnaður á móti styrk frá Vinnumálastofnun heimilast til frádráttar í reit 157.

 

Fara efst á síđuna ⇑