Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 2.12.2024 06:52:57


Ξ Valmynd

1.4  Greinargerð um eignabreytingar eða aðrar athugasemdir

Gera skal grein fyrir kaupum og sölu fasteigna á eyðublaðinu Kaup og sala eigna, RSK 3.02 (sjá kafla 7.4) en fyrir byggingu, viðbyggingu og endurbótum fasteigna á Húsbyggingarskýrslu RSK, 3.03 (sjá kafla 7.5).
 

Frá kaupum á verðbréfum skal greina hér en fyrir sölu verðbréfa skal gera grein á eyðublaðinu Sala/ innlausn verðbréfa, RSK 3.15 (sjá kafla 7.7) og fyrir kaupum og sölu hlutabréfa skal gera grein á eyðublaðinu Hlutabréfaeign - kaup og sala, RSK 3.19 (sjá kafla 7.6).

Hér skal gera grein fyrir skilum á lóðum, sjá nánar í kafla 3.3.

Frá öðrum eignabreytingum skal greina hér, m.a. kaupum og sölu á ökutækjum, hjólhýsum og hvers konar verðmætum réttindum. Greina skal frá kaup- eða söluverði eignarinnar, nafni og kennitölu kaupanda eða seljanda, dagsetningu kaupsamnings og afsals og hvenær afhending fór fram.
 
Ef um breytingar á hjúskaparstöðu er að ræða skal greina frá því hér.
 
Í almennar athugasemdir þarf ekki að tilgreina að fenginn hafi verið frestur til framtalsskila, og ekki þarf að tilgreina að framtalið sé gert af fagframteljanda (bókara/endurskoðanda).

 

Fara efst á síðuna ⇑