Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 4.12.2024 09:10:29


Ξ Valmynd

1.3  Umsókn um lækkun vegna framfærslu ungmenna

Í þessum lið framtals er hægt að sækja um ívilnun samkvæmt 3. og 4. tl. 65. gr. skattalaganna hafi framteljandi á framfæri ungmenni sem eru við nám eða hafa af öðrum ástæðum það lágar tekjur að þær duga ekki til framfærslu. Hér er fyrst og fremst átt við ungmenni á aldrinum 16-21 árs. Sé ungmennið í skóla þarf að tilgreina nafn skóla. Veiti námið rétt til námslána kemur ívilnun ekki til álita. Við ákvörðun á ívilnun er við það miðað að ungmenni hafi ekki haft nægjanlegt ráðstöfunarfé á árinu og miðast því lækkun á tekjuskattsstofni framfærenda við tekjur þess. Tilgreina þarf tekjur ungmennis í dálk 528 og framtal ungmennis þarf að hafa borist. Nægilegt er að annað hjóna eða samskattaðra einstaklinga fylli út þennan lið. Ívilnunin skiptist á milli framfærenda.

Mesta lækkun á tekjuskattsstofni framfærenda við álagningu 2018 er kr. 369.000, miðað við að ungmenni hafi engar tekjur haft. Frá þessari fjárhæð dregst 1/3 af tekjum ungmennis, þannig að þegar tekjur þess eru orðnar kr. 1.107.000 fellur réttur til ívilnunar hjá framfæranda niður.
 
Dæmi:
Sótt er um lækkun vegna menntaskólanema. Tekjur námsmannsins á árinu 2017 voru kr. 300.000. Ívilnun reiknast þannig:
Hámarksívilnun
kr.
369.000
Frá dregst 1/3 af tekjum námsmannsins eða 1/3 af 300.000
kr.
-100.000
Ívilnun verður
kr.
269.000

Ívilnun skiptist jafn á milli hjóna og sé annað hjóna tekjulaust færist öll fjárhæðin til lækkunar hjá hinu.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑