Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 4.12.2024 08:58:51


Ξ Valmynd

1.8.4  Bráðabirgðaútreikningur

Bráðabirgðaútreikningur
Unnt er að fá útreikning gjalda á vefnum. Meðan á framtalsgerð stendur er þetta gert með því að smella fyrst á "Villuprófun" og velja síðan útreikning. Einnig er boðið upp á útreikning eftir að framtali hefur verið skilað.
 
Með niðurstöðunni fylgir uppgjör sem sýnir áætlaða greiðslustöðu framteljanda 1. júní. Þetta er þó bráðabirgðaútreikningur, byggður á upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Í texta sem fylgir niðurstöðum eru tiltekin þau atriði sem valdið geta skekkjum, s.s. fyrirframgreiðsla vaxtabóta og tekjur erlendis.
Í bráðabirgðaútreikningi koma ekki fram þau gjöld sem tengjast atvinnurekstri framteljanda, þ.e. tryggingagjald og fjársýsluskattur.
 
 
 
Þeir sem ekki geta fengið útreikning
Ekki geta allir framteljendur fengið útreikning gjalda á vefnum. Það á fyrst og fremst við um þá sem ekki áttu lögheimili á Íslandi allt árið 2017.
 
Einstaklingar í óvígðri sambúð sem telja fram hvor í sínu lagi (fjölskyldumerking 7) fá ekki rétta niðurstöðu um vaxtabætur og barnabætur. Skýringar á sérstöðu þeirra koma á skjáinn þegar framtalið er opnað í fyrsta sinn og er þeim bent á að kynna sér þær upplýsingar vandlega.
 
Í sumum tilfellum, þegar sótt er um samsköttun á vefnum, verður ekki hægt að fá útreikning. Þeir sem hafa tekjur erlendis, en áttu lögheimili á Íslandi allt árið, fá niðurstöðu þar sem ekki hefur verið tekið tillit til lækkunar vegna skattgreiðslna erlendis.

 

Fara efst á síðuna ⇑