Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 17:32:57


Ξ Valmynd

1.9  Framtalsskil á pappír

Skattframtali 2018 skal skilað með rafrænum hætti.  Framtalinu má þó skila á pappír á næstu starfsstöð ríkisskattstjóra, ef alls ekki er unnt að telja fram rafrænt.

Undanfarin ár hefur verið dregið markvisst úr útsendingu gagna á pappír, enda rafræn skil komin yfir 99% og flestir þurfa ekkert nema veflykilinn sinn. Frá og með árinu 2014 hafa pappírsframtöl ekki verið send heim til framteljenda.
 
Þeir sem hafa haldið sig við pappírinn eru hvattir til að prófa framtalið á vefnum hafi þeir möguleika á því. Það er alltaf hægt að hætta við og skila á pappír ef svo ber undir. Fyrir flesta er bæði auðveldara og öruggara að telja fram á vefnum. Öll fylgiskjöl sem getur þurft að skila með framtali eru aðgengileg á vefnum eða hægt að senda þau með sem fylgigögn.
 
Margvísleg aðstoð, s.s. aðgengilegar leiðbeiningar, aukin áritun, samlagning og villupróf tryggja auðveldari og réttari skil, að ógleymdri símaþjónustunni (í 442-1414) ef eitthvað bjátar á. Þá eru afrit af framtölum, líka þeirra sem skiluðu á pappír í fyrra, á vísum stað á þjónustusíðunni og því óþarfi að leita dyrum og dyngjum að þeim.

 

Fara efst á síðuna ⇑