Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 19.10.2019 20:10:33


Ξ Valmynd

4  A­ fara ß milli ˙rrŠ­a

Frá því á árinu 2014 hafa verið í gildi heimildir til að ráðstafa séreignarsparnaði vegna öflunar á íbúðarhúsnæði. Annars vegar hefur verið heimilt að fá greiddan út séreignarsparnað í tengslum við kaup á íbúðarhúsnæði og hins vegar að greiða inn á lán sem tekið var vegna öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heimildir þessar eru í gildi til og með 30. júní 2019.

Þeir sem keyptu/byggðu sitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 og nýttu sér eldri heimildir til útborgunar á séreignarsparnaði geta sótt um að færast yfir í nýja úrræðið. Þetta verður að gera í síðasta lagi í lok árs 2017 og verða umsækjendur að uppfylla öll skilyrði laga um úttekt vegna kaupa á fyrstu íbúð samkvæmt lögum þar um. Sé ekki sótt um innan þessara tímamarka falla heimildir til úttektar úr gildi miðað við 30. júní 2019 kjósi viðkomandi að ráðstafa séreignarsparnaði skv. eldra úrræði.

Ef maður hefur keypt/byggt sitt fyrsta íbúðarhúsnæði á nefndu tímabili frá 2014 til 2017 en selt það aftur fyrir 1. júlí 2017 þá getur hann ekki nýtt sér nýja úrræðið, enda er hann þá ekki að kaupa sína fyrstu íbúð sem er grundvallarskilyrði fyrir heimildinni.

Maður sem keypti/byggði sitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2017 en sótti ekki um að taka út séreignarsparnað vegna þess getur sótt um eftir 1. júlí 2017 á sömu forsendum og þeir sem kaupa/byggja frá og með því tímamarki. Við þessar aðstæður eru allar reglur og skilyrði þau sömu hvort sem keypt/byggt er fyrsta íbúðarhúsnæði fyrir eða eftir 1. júlí 2017.

Nßnar:

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑