Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 2.1.2025 22:48:20


Ξ Valmynd

2.6.4  Frádráttur á móti náms- rannsóknar- og vísindastyrkjum

Reitur 149:
Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum. Ef gerð er krafa um frádrátt vegna beins kostnaðar á móti náms-, rannsóknar- eða vísindastyrkjum, skal færa frádráttinn í þennan reit. Frádráttur þessi getur ekki orðið hærri en styrkur sem talinn er til tekna í reit 131 í kafla 2.3. Heimilt er að draga frá kostnað á móti styrknum, þó ekki vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna eða persónulegan kostnað.

Gera skal sundurliðaða grein fyrir þessum kostnaði á sérstöku yfirliti sem fylgja skal framtalinu (sérstakt undirblað á vefframtali sem opnast þegar smellt er á Færa frádrátt). Heildarkostnaður skv. yfirlitinu færist síðan í reit 149. Ekki er heimilt að draga kaupverð tækja, s.s. tölva og tölvubúnaðar, frá styrkjum. Ef um atvinnurekstur er að ræða skal gera grein fyrir tekjum og frádrætti á RSK 4.10 eða RSK 4.11 ef rekstrartekjur eru hærri en 1.000.000 kr.

 

Fara efst á síđuna ⇑