Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 2.1.2025 22:46:37


Ξ Valmynd

2.10  Stađgreiđsla af launum

Í reit 296 eru áritaðar af launamiðum upplýsingar um staðgreiðslu af þeim launum sem eru árituð á framtal.
Ef um er að ræða staðgreiðslu af launum sem ekki eru árituð þarf framteljandi að bæta þeirri fjárhæð við. Í vefframtalinu er það gert með því að yfirskrifa áritaðar fjárhæðir með réttum fjárhæðum.
 
Hér skal einnig færa staðgreiðslu sem skilað var af reiknuðu endurgjaldi og aðra staðgreiðslu sem greidd var samkvæmt 38. grein staðgreiðslulaganna, en þær fjárhæðir eru ekki áritaðar. Athugið að hér á ekki að færa staðgreiðslu af vaxtatekjum og arði.
 
Áður en vefframtali er skilað og hvenær sem framteljandi kýs, fer fram villuprófun sem leiðir í ljós hvort fjárhæð í reit 296 stemmir við fjárhæð staðgreiðslu samkvæmt skv. skilum í staðgreiðslukerfinu. Sé svo ekki er birt ábending þar um. Skýring á slíku misræmi getur legið í því að færð er röng fjárhæð í reit 296, eða að launagreiðandi hefur ekki skilað afdreginni staðgreiðslu til innheimtumanns. Hægt er að sjá yfirlit um staðgreiðsluskil inni á þjónustusíðunni, sbr. umfjöllun hér á eftir.
 
Könnun launamanns á staðgreiðsluskilum
Við álagningu eru notaðar upplýsingar um þá staðgreiðslu sem staðin hafa verið skil á samkvæmt staðgreiðsluskrá í lok júlí. Þær upplýsingar birtast á innheimtuseðli. Þessar upplýsingar eru einnig ávallt aðgengilegar á þjónustusíðu framteljanda þannig að hann getur hvenær sem er borið þær saman við upplýsingar um afdregna staðgreiðslu á launaseðlum. Beri þeim ekki saman skal framteljandi snúa sér til launagreiðanda varðandi leiðréttingu. Fáist staðgreiðsla ekki leiðrétt þannig geta launamenn snúið sér til ríkisskattstjóra með umsókn um leiðréttingu (sjá hér). Afrit af launaseðlum þurfa að fylgja umsókn.

 

 

Fara efst á síđuna ⇑