FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2017
3 Fjármagnstekjur og peningalegar eignir
Fjármagnstekjur eru vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll og gengishagnað. Vaxtatekjur sem áfallnar voru fyrir gildistöku laga um skatt á fjármagnstekjur, þ.e. fyrir 1. janúar 1997, eiga ekki að færast á framtal því þær mynda ekki stofn til skatts á fjármagnstekjur.
Nánar: